1.2.2007 | 23:28
Góóður!
HM: Guðjón er markahæstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 23:10
Húrra,húrra, húrra, HÚÚÚRRRRA.
Frábært að Pólverjarnir skyldu lækka rostann í hrokafullum dönunum, em héldu að leiðin væri greið í úrslitin strax og ljóst var í fjórðungsúrslitunum að þeir myndu mæta Íslendingum.Pólland, Rússland, skipti ekki máli að þeirra mati þegar þeir væru búnir að taka Íslendingana sem var bara formsatriði, töf á leiðinni í úrslitin. Nú fara þeir í leik um 3. sætið sem þeir munu tapa sem er gott því ég held að þeir séu búnir en það eru Frakkar ekki. Þeir ætluðu sér alla leið, því verður silfrið þeim sárabót í þessum hremmingum sem þeir hafa lent í. Áfram Pólland, vona að þeim takist að velgja þýskum undir uggum. Þeir eiga harma að hefna. Stöndum með þeim.
HM: Pólverjar leika til úrslita gegn Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2007 | 22:22
Búið mál?
Í rauninni skiptir framhaldið engu máli. Ekkert þessara sæta gefur neinn rétt inní næstu stórmót. Næstu stórleikir eru baráttan um að tryggja sig inn í næsta Evrópumót. Ég treysti strákunum hinsvegar til að hafa metnaðinn í lagi og verða næstir á eftir dönum eða semsagt í fimmta sæti á þessu móti. Það mun minna danina á hvað þeir voru í raun heppnir í kvöld en þeir fara ekki lengra. Framundan er hinsvegar slagur við enn eina fyrrum Júgóslavíuþjóðina Serba um þátttökurétt í nnæsta Evrópumóti.
HM: Smáatriði sem skildu á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2007 | 22:07
Vonbrigði, vonbrigði, vonbrigði.
Hvernig gat þetta gerst? Ekki munu þessi úrslit bæta skoðun mína á dönum. Mér hefur alltaf verið illa við þá en núna hata ég þá og það mun endast ævilangt. Því lofa ég ykkur. Svo illa hefur mér verið við þá hingað til að ég hef aldrei viljað fara til Danmerkur og mun aldrei gera. Horfi aldrei á danskt efni í sjónvarpi né sé danskar myndir, kaupi aldrei neitt sem danskt er. Er einfaldlega á móti öllu dönsku.Neyddist þó einu sinni til að millilenda þar og leið verulega illa og eyddi ekki einni krónu þar, fékk mér ekki einu sinni bjór eða kaffi. Legg það nú til að allt sem danskt er hér til sölu verði tekið af markaði eða að Íslendingar hætti a.m.k að kaupa það, sérstaklega danska matvöru. Hér er ekkert danskt sem við getum ekki verið án. Þoli þá einfaldlega ekki og hef aldrei gert. Veit ekki hvað veldur en svona er þetta bara. Úthýsum þeim á Íslandi, hundsum þá sem ferðamenn og látum þá vita að þeir séu óvelkomnir. Veit ekki hvað veldur þessari andúð á dönum. Kanski eitthvað úr fyrra lífi. Það sama á reyndar við um þjóðverja og hef alltaf sett það í samband við fyrra líf. Held að þeir hafi farið illa með mig þar. En strákarnir okkar sýndu það þó og sönnuðu að danir skyldu aldrei vanmeta okkur Íslendinga. Við vorum sárgrætilega nærri því að vinna þá núna. En ósigurinn var dýrkeyptur og rændi okkur gullnu tækifæri til að komast alla leið í úrslitaleik mótsins því ekki hefðum við tapað aftur gegn Pólverjum sem danir munu örugglega gera. En hvað um það, að þessu loknu mun enginn spyrja hver var í 3. - 8 sæti, heldur aðeins hverjir léku til úrslita og hver sigraði. Nú verða krýndir nýir heimsmeistarar og sýnist mér að þar séu heimamenn með pálmann í höndunum og spái því að þeir sigri að þessu sinni. Til hamingju strákar, þið hafið sýnt hvers þið eruð megnugir og skotið mörgum skelk í bringu á þessu móti og þar á meðal dönum.
Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2007 | 20:44
Hvad skal de danske göre nu!
Nú er gaman. Íslendingar heldur betur að stríða þeim dönsku sem töldu þetta bara formsatriði að klára Ísland. voru komnir áfram og aðallega að spá í hverjir yrðu andstæðingarnir í undanúrslitunum. Hvernig skyldi sálarástandið vera í dönsku þjóðarsálinni. Hvoru megin skyldi sálarástandið vera betra? Áfram Ísland
Snorri tryggði Íslendingum framlengingu í Hamborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 20:12
Það syrtir í álinn.
Danir byrja vel og ná tveggja marka forskoti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 19:48
Góðir!
Okkar menn eru að taka danina á taugum. Óheppnir að vera ekki einum 3 mörkum yfir.
Þetta er bara gaman- ennþá. Framsóknarmaddaman að fara yfirum og menntamálaráðherrann spenntur. Mér sýnist hann brostinn á af norðan! Vonandi heldur norðan stór(skota)hríðin áfram. Þetta er göldrum líkast. Áfram Ísland. á danina.
Petersson kemur Íslendingum yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 19:02
Ja nú er það svart maður.
Arnór og Róland hvíla í kvöld, Einar Örn er með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:26
Jæja, þannig fór það þá.
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 01:52
Frjálslyndir, búið mál!
Þetta voru endalokin. Nú mun Margrét yfirgefa flokkinn og hann mun heyra fortíðinni til. Fylgið verður nú lóðrétt niður eins og íslensk rigning í blankalogni. Til hamingju Gaui. Þú hefur jarðar flokkinn. Enn eitt klofningsframboðið er liðið undir lok. Amen. Blessuð sé minning þeirra. Þeir reyndu en eins og fleiri slík varð sundrungin þeim að falli. Minnir okkur kjósendur á að öll þessi klofningsframboð eru dauðaadæmd frá upphafi. Lítum til baka. Hversu mörg klofningsframboð höfum við ekki upplifað. Hverju hafa þau komið til leiðar? ENGU. Hvar eru þau nú? DAUÐ, gleymd og tröllum gefin. Gaui minn, farðu bara á sjóinn aftur, þar áttu heima, þar varstu kóngur og þar geturðu hugsanlega verið kóngur áfram. Betra fyrir þig að vera kóngur á sjónum en vera núll og nix og undirmálsmaður í íslenskri pólitik. Úti er ævintýri.
Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)