Frjálslyndir, búið mál!

Þetta voru endalokin. Nú mun Margrét yfirgefa flokkinn og hann mun heyra fortíðinni til. Fylgið verður nú lóðrétt niður eins og íslensk rigning í blankalogni. Til hamingju Gaui. Þú hefur jarðar flokkinn. Enn eitt klofningsframboðið er liðið undir lok. Amen. Blessuð sé minning þeirra. Þeir reyndu en eins og fleiri slík varð sundrungin þeim að falli. Minnir okkur kjósendur á að öll þessi klofningsframboð eru dauðaadæmd frá upphafi. Lítum til baka. Hversu mörg klofningsframboð höfum við ekki upplifað. Hverju hafa þau komið til leiðar? ENGU.  Hvar eru þau nú? DAUÐ, gleymd og tröllum gefin. Gaui minn, farðu bara á sjóinn aftur, þar áttu heima, þar varstu kóngur  og þar geturðu hugsanlega verið kóngur áfram. Betra fyrir þig að vera kóngur á sjónum en vera núll og nix og undirmálsmaður í íslenskri pólitik. Úti er ævintýri.Frown 


mbl.is Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Viðar. Þykir þér Margrét Sverrisdóttir sýna mikinn félagsþroska með því að lýsa yfir því að fái hún ekki það sem hún vill hafi hún ekkert erindi í þessum flokki? Þessi afstaða lýsir miklu frekar yfirgengilegri frekju og sérhyggju, en stjórnmálamanni með hugsjónir og skýr markmið. Sjálfur læt ég mér í léttu rúmi liggja framtíð og örlög Frjálslyndaflokksins, en Margrét er sannarlega ekki efnilegasti og frambærilegasti stjórnmálamaður sinnar kynslóðar, eins og ritstjóri Mogga telur, en hann mun sjálfsagt halda áfram að vera pólitísk öndunarvél fyrir fjölskynduna á Einimelnum.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 02:54

2 identicon

Ágæti Gústaf.  Mér finnst það sýna skýr merki félagsþroska Margrétar að sætta sig ekki við að flokkurinn hennar taki beygju inn á braut rasískrar hægri stefnu.  Hún er betur komin án þessara þessara gosa og á tvímælalaust fyrir höndum farsæla framtíð í stjórnmálum fyrir það hugrekki sem hún hefur sýnt.  Ég tek undir með Viðari hér, að Frjálslyndi flokkurinn er dauður og grafinn án hennar. 

Bergþóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 03:16

3 identicon

Komdu sæl Bergþóra. Skilningur okkar á hugtakinu félagsþroski er ólíkur greinilega. En þú gætir kannski upplýst í hvaða stjónmálaflokki þessi hugrakka kona muni eiga farsæla framtíð fyrir höndum? Ég geri ekki ráð fyrir því að nokkur flokkur vilji hafa hana innanborðs (var hún ef til vill allan tímann í röngum flokki?) og hún muni nú hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Mér sýnist sem hún hafi aldrei átt neitt erindi á þann vettvang. Vel kann það að vera að ég hafi rangt fyrir mér um þetta atriði, en þú kannski útskýrir þetta fyrir mér. Kær kveðja

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband