Vendipunkturinn.

Það er bara staðreynd að tapið gegn Dönum var vendipunkturinn í þessu móti fyrir strákana. Að hugsa sér að standa á þröskuldi þess að fara upp í leiki um verðlaunasæti eð niður í leik um 5-8 sæti og tapa. Það hlýtur að vera sárt. Enda hafa okkar menn ekki náð sér á strik eftir þann leik. En,... skoðum aðeins umhverfið. Í hvaða hópi eru þeir þarna? Heimsmeistarar og Evrópumeistarar og fyrrum heimsmeistarar eru þarna keppinautarnir, ekki amalegur hópur. Segir okkur ýmislegt um þann klassa sem okkar menn eru í. Frábæru móti er að ljúka og hafa strákarnir veitt okkur margar ógleymanlegar stundir þar sem leikurinn við Frakka trónir á toppnum. Það er gaman að heyra Guðjón tala um framtíðina og einnig Snorra Stein. Þeir ætla sér greinilega stóra hluti í framtíðinni og ég vil taka undir með þeim. Við förum bara alla leið næst. Ótrúlegt hvað þessi litla þjóð hér norður í ballarhafi getur endalaust ungað út heimsklassa handboltamönnum. Þeir bíða í röðum og banka á dyrnar. 
mbl.is Guðjón Valur: Tapið fyrir Dönum situr djúpt í okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband