Nú byrjar ballið! Nú skal dansinn hefja.

Það veður að viðurkennast að ég hafði ekki mikla trú á okkar mönnum gegn Frökkunum og sagði við kunninngjana að liðið sem tapaði fyrir Úkraínu ætti ekki séns í þá. En, þvílíkur viðsnúningur. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir þann leik. Hvað skeði, hvernig liðið gat rifið sig upp úr svartnættinu sem mér fannst blasa við veit ég ekki en það var stórbrotið. Íslenska landsliðið í þessari íþrótt, ekki bara þetta heldur öll hin fyrri, hver sem hefur stjórnað þeim og hverjir sem hafa skipað þau, er að vísu þekkt fyrir að láta okkur stuðningsmennina engjast sundur og saman í óbærilegri spennu og sálarangist og fara alltaf Krísuvíkurleiðina að settu marki. Hverjum hefði dottið það í hug eftir leikinn við Úkraínu að við ættum eftir að kjöldraga Frakkana og enda efstir í riðlinum. Ekki mér og þannig má segja að ég hafi eins og margir aðrir brugðist liðinu mínu. Sem betur fer lofaði ég þó ekki að éta ullarhúfuna mína ef.... strákarnir ynnu. Franski þjálfarinn Onesta sagði að  byrjun leiksins hefði verið eins og köld sturta. Hvað þá um það sem á eftir kom? Óli sagði hinsvegar eftir leikinn að íslenska liðið væri eins og íslenska veðrið og allir vita hér hvað það þýðir. Og það var einmitt það sem gerðist, á eftir köldu sturtunni Frakkanna brast hann á af norðan! Það brast á norðan stór(skota)hríð og aumingja Frakkarnir alls óvanir slíku veðri sáu aldrei til sólar og villtust um í stór(skota)hríðinni og vissu hreinlega ekki hvort þeir voru að koma eða fara. Nú vonum við bara að norðanbálinu linni ekki fyrr en yfir lýkur og þá verður uppskeran góð. Næst eru það Túnisbúarnir með sinn villta dans og verða eflaust erfiðir og óútreiknanlegir en ég treysti engum betur en Alfreð til að mótívera strákana og gíra þá upp í þann leik. Hann virðist stundum vera göldróttur.

Áfram strákar, látið norðanbálið og íslensku stór(skota)hríðina geysa áfram næstu daga.

Áfram Ísland. Grin


mbl.is Íslendingar hefja leik gegn Túnisum í milliriðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá.......ég er með brjálæðislega hugmynd.

Greinaskil................já, þvílík snilld. Nú er bara að koma þessu inn hjá fólki.

Ívar (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband