Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2012 | 23:50
Teves!
Þetta er algjör vandræðagemlingur sem nú bítur höfuðið af skömminni með því að biðjast afsökunar á öllu bullinu í von um náðun.
Tévez búinn að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2011 | 16:13
Krókaleiðahugsunarhátturinn enn og aftur
Djarfhuga og framsýnir menn hafa þegar komið með stórhuga lausn á þessari deilu.
Nefnilega að fara þvert yfir Þorskafjörðinn og gera sjávarfallavirkjun í leiðinni. það kalla ég stórhug og framsýni sem mun borga framkvæmdina þegar til framtíðar er litið. Styttir leiðina umtalsvert og Teigskógur verður áfram öllum ósýnilegur því menn munu fljótt gleyma honum og enginn leggja lykkju á leið sýna til að sjá hvernig þessum hríslum vegnar í framtíðinni.
Spyrja má svo hvaða máli skiptir skógur?? (kjarr) sem enginn veit um né heldur hvar er? Það vissu örfáir um Kárahnúka og enn færri höfðu komið þangað eða ráðgert að fara þangað áður en allt varð vitlaust þegar átti að fara að virkja þar. Nú hafa allir mjög greiðan aðgang að svæðinu og mjög margir hafa farið þangað sem aldrei hefði annars orðið ef þeir hefðu alrei komið á kortið. Semsagt staður sem enginn vissi um né heldur hvar var og þaðan af síður að menn hefðu áhuga á svæðinu og þá meina ég svona almennt séð.
Gengu af fundi með Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 13:57
´Verður Arsenal úr leik?
Ekki endilega rétt hjá þér Nasri, en róðurinn verður þyngri. Við skulum vona innilega að Arsenal takist hið ólíklega, eftir tap gegn Chelsea á heimavelli að snúa taflinu við og vinna þá á heimavelli.
Það myndi hleypa almennilegum skjálfta á toppnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2009 | 09:18
Öflugur hópur hjá Guðmundi, en.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 08:06
Nýja Ísland.
Er þetta það sem koma skal? Að það sé í fínu lagi að vera atvinnulaus?
Ég tel að það sé mikil hætta á því og verði okkur troðið inn í ESB eykst hættan á því að það verði normið að 10 til 20% séu atvinnulaus og þá aðallega ungt fólk. Er það ekki þannig í framtíðarsæluríki Samfylkingarinnar ESB-kommúnunni?
Ég held að eitt það versta sem hinn venjulegi íslendingur upplifir sé að missa vinnuna og sjá fram á langvarandi atvinnuleysi. Stjórnvöld hér virðast hinsvegar staðráðin í að viðhalda þessu ástandi sem lengst með því að bregða fæti fyrir og tefja allt það sem þó er verið að reyna og fara að venja okkur við svona skuli það vera. Þetta skal vera normið á Nýja Íslandi. Munið; "Ekkert er svo alslæmt að ekki megi venjast því" Því er hættan sú að við venjumst því smám saman að vera atvinnulaus..... til frambúðar.
Hjól atvinnulífsins mjakast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2009 | 18:49
Skandall! Er þetta í lagi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 18:50
Fyrirbæri
Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? Anna Pála.
Mesta efnahagskreppa sem yfir þesa þjóð hefur dunið bara prump miðað við þau spjöll sem við séum að vinna á náttúrunni með því að leyfa meiri uppbyggingu með umhverfisvænni orku hér.
Hvenær ætlar þessi hjörð að átta sig á því að að það verða byggð fleiri álver þó þau verði ekki á Íslandi. Gallinn er bara sá að þau sem ekki eru hér verða sennilega að nota orku sem framleidd er með mun meira mengandi orkugjafa heldur en vatnsorkan okkar er. Niðurstaða: meiri mengun. Meiri gróðurhúsaáhrif.
Það er ekki úr vegi að spyrja hvað þessi hjörð vill gera í uppbyggingu atvinnulífsins í N-Þing.
Ef ekki má reisa þar álver, hvað vill hjörðin þá gera við orkuna sem þarna er fyrir hendi?
Flytja hana til Reykjavíkur? Eða kanski bara láta hana ónotaða og senda þingeyinga bara á fjöll að tína ber og fjallagrös? Er það annars ekki náttúruspjöll? Maður gæti vel ímyndað sér að hjörðin kæmist að því að svo væri og krefðist þess að það yrði sett í umhverfismat.
Nei, þetta lið er efnahagslegt gereyðingarafl sem stendur í vegi fyrir öllum framkvæmdum í þessu landi. Það er alltaf að tala um að það eigi að gera eitthvað annað við orkuna en að selja hana til stóriðju, en....... hvað er þetta "eitthvað annað"?
Kreppan eins og prump í eilífðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 16:23
Úps! Kynleg frétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 18:29
Aumingjar!
Þetta voru úrslit sem eru MU til ævarandi skammar. Eftir flengnguna gegn Liverpool í síðasta leik eru þetta úrslit sem toppa lélega frammistöðu MU. Nú vil ég að allt liðið verði sett á varamannabekkinn og varaliðið látið klára vertíðina. Þvílíkir aumingjar! halda þessar puntudúkkur að þeir geti unnið leiki án þess að leika þá? Burtu með þá. Setjum þá í varaliðið það sem eftir lifir vertíðar, þeir eru hvort sem er búnir að vera. Felum varaliðinu að klára pakkann, ljóst er að þessir aumingjar geta það ekki. MU mun ekki vinna fleiri titla á þessu ári en það hefur þegar unnið. Það mun skíttapa öllu sem eftir er! Allt er það vegna þess að liðsmennirnir halda að þeir séu ósigrandi. Þeim hefur í síðustu leikjum verið sýnt fram á annað. Burtu með þessa AUMINGJA, INNÁ MEÐ VARALIÐIÐ!
Vil taka það fram að ég er MU fan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 16:17
Úps!!
Hvað er að ske? Beið spenntur eftir úrslitum þessa leiks. Eru Pólverjar að verða svona fyrna sterkir í handbolta eða eru Danir bara alls ekki eins sterkir og þeir sjálfir hafa haldið fram? Var ekki þjálfarinn með stórar yfirlýsingar um verðlaunasæti? Mig minnir það. Er annars sáttur við þessi úrslit en sakna þess að við Íslendingar skyldum ekki vera þarna að þessu sinni, það var stórslysinu í Makedóníu að kenna og hvar lentu þeir, MakeDÓNARNIR, í 11 sæti eða hvað? Ótrúlega lítið fjallað um þessa keppni í fjölmiðlum og lítið sýnt af leikjum, alltof lítið. Þetta er nú einu sinni heimsmeistaramót í þeirri hópíþrótt sem við Íslendingar erum bestir í og frægastir fyrir eftir Ólympíuleikana í sumar. Þar vorum við ekki að leika um bronsið eins og Danir nú heldur sjálft GULLIÐ. Og hvort mótið skyldi nú vera sterkara Heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar? Engin spurning um hvort mótið er stærri viðburður. Á heimsmeistaramót kemur fullt af melló liðum en á Ólympíleika fara aðeins þeir bestu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)