13.3.2007 | 22:53
Djöfullinn danskur!
Ja nú lágu sumir (ekki danir) í því! Kom seint heim og fór eitthvað að flakka á milli sjónvarapsstöðva og datt inn í fótboltaleik á DR I. Staldraði aðeins við og viti menn, verið að sýna upptöku frá leik Man.Utd. gegn Evrópuúrvalinu. (Er forfallinn fótbolta og Man.Utd. fan) Leiknum í raun lokið en danirnir með upptöku 45 mín á eftir rauntíma. Horfði á leikinn til loka og hafði gaman af enda skemmtilegur þó aðeins væri um vináttuleik að ræða, mikið fjör og góð tilþrif þó menn væru ekki að fórna sér í neina vitleysu. Gæti alveg trúað þessum snillingum, Lippi og Fergie að hafa fyrirfram ákveðið úrslitin og látið það líta sannfærandi út. Og jafnvel að Fergie hafi ráðið hverjir fengju að skora og þar væri Gerrad Liverpool ekki á meðal, svo klaufalegir og ólíkir honum voru tilburðir hans í þessum leik. Það sem er hinsvegar merkilegast við þetta frá mínum bæjardyrum séð er það að ég horfi annars aldrei á danskt efni í sjónvarpi, hlusta aldrei á neitt danskt efni, kaupi aldrei danska vöru, fer aldrei til Köben ótilneyddur þó margir telji það toppinn á tilverunni og vil sem minst af þessari þjóð vita, einfaldlega vegna þess að mér er einfaldlega illa við dani. Veit ekki af hverju. Eitthvað úr fyrra lífi kanski. Lét mig samt hafa það að fylgjast með þessari útsendingu til enda en skrúfaði bara niður í leiðinlegum danska þulinum sem bullaði látlaust á þessu hræðilega tungumáli. Úff, eftirá átti ég hreinlega í sálarstríði og trúði því ekki að ég hefði horft á DR I í heilar 45 mínútur. Brotið hafði verið blað í minni sögu. Vona að ég upplifi það ekki í bráð og lengd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.