1.2.2007 | 23:10
Húrra,húrra, húrra, HÚÚÚRRRRA.
Frábært að Pólverjarnir skyldu lækka rostann í hrokafullum dönunum, em héldu að leiðin væri greið í úrslitin strax og ljóst var í fjórðungsúrslitunum að þeir myndu mæta Íslendingum.Pólland, Rússland, skipti ekki máli að þeirra mati þegar þeir væru búnir að taka Íslendingana sem var bara formsatriði, töf á leiðinni í úrslitin. Nú fara þeir í leik um 3. sætið sem þeir munu tapa sem er gott því ég held að þeir séu búnir en það eru Frakkar ekki. Þeir ætluðu sér alla leið, því verður silfrið þeim sárabót í þessum hremmingum sem þeir hafa lent í. Áfram Pólland, vona að þeim takist að velgja þýskum undir uggum. Þeir eiga harma að hefna. Stöndum með þeim.
HM: Pólverjar leika til úrslita gegn Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála,, Pólland er mitt lið eftir að Ísland tapaði fyrir Dansknum.
Þeir eru með skemmtilegt og frábært lið.. Ég spái þeim gullinu.
Áfram Pólland.
Jon Viðar Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:03
Af hverju hata íslendingar dani? Af hverju tölum við um hrokafulla dani þó þeir teldu sig sigrustranglegri á móti Íslandi? Af hverju unnu danir íslendinga? Er ekki kominn tími til að íslendingar beri virðingu fyrir öðrum þjóðum...! Hrokinn er ótrúlegur í íslenskri þjóð!
Stebbi (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:10
Mér finnst þessi færsla bera vott um að höfundur hennar sé tapsár maður. Það sem meira er það virðist vera verra að tapa fyrir dönum heldur en öðrum þjóðum. Ég held að það sé meiri skellur fyrir Frakka að komast ekki í úrslitin heldur en danina.
Steinn (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.