Úps!!

Hvað er að ske? Beið spenntur eftir úrslitum þessa leiks. Eru Pólverjar að verða svona fyrna sterkir í handbolta eða eru Danir bara alls ekki eins sterkir og þeir sjálfir hafa haldið fram? Var ekki þjálfarinn með stórar yfirlýsingar um verðlaunasæti? Mig minnir það. Er annars sáttur við þessi úrslit en sakna þess að við Íslendingar skyldum ekki vera þarna að þessu sinni, það var stórslysinu í Makedóníu að kenna og hvar lentu þeir, MakeDÓNARNIR, í 11 sæti eða hvað? Ótrúlega lítið fjallað um þessa keppni í fjölmiðlum og lítið sýnt af leikjum, alltof lítið. Þetta er nú einu sinni heimsmeistaramót í þeirri hópíþrótt sem við Íslendingar erum bestir í og frægastir fyrir eftir Ólympíuleikana í sumar. Þar vorum við ekki að leika um bronsið eins og Danir nú heldur sjálft GULLIÐ. Og hvort mótið skyldi nú vera sterkara Heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar? Engin spurning um hvort mótið er stærri viðburður. Á heimsmeistaramót kemur fullt af melló liðum en á Ólympíleika fara aðeins þeir bestu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband