Hvar er Samfylkingin?

Það er og hefur verið með ólíkindum að fylgjast með viðbrögðum Samfó-þingmanna og ráðherra í öllu því gjörningaveðri sem riðið hefur yfir þessa  þjóð undanfaranar vikur. Þeir virðast týndir í öllum látunum og hafi sést eitthvað til þeirra hefur verið ómögulegt að átta sig á því hvort þeir eru í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu, eða hvorugt. Undanfarið hefur manni fundist að annar sjórnarflokkurinn standi og taki á sig holskeflurnar en hinn er á harðahlaupum frá vandanum og reynir að bjarga eigin skinni. Þingmenn koma í ræðustól á Alþingi og fyrrum þingmenn á torgum úti og mótmæla öllu því sem verið er að gera til björgunar. Nú virðast þeir telja að rétti tíminn sé til að skríða í skotgrafir og fela sig. Og þessi síðasta uppákoma, að neita að bera ábyrgð er lýsandi dæmi um dugleysi og ráðaleysi þessa söfnuðar sem Samfylkingin er. Það eina sem hún hefur til málanna að leggja núna er að gefast upp og biðla bara til Evrópubandalags um að taka við og fá evru. Heldur þetta fólk að það geti bjargað okkur út úr glörningaveðrinu? Er þetta rétta tímasetningin fyrir þá umræðu? Fráleitt. Hvernig væri nú að þessi auma hjörð færi nú að axli sína ábyrgð og reyna að takast á við vandann af einhverju viti, eða er ekkert vit í þessum flokki. Hann er jú í ríkisstjórn og ber fulla samábyrgð á því hvernig komið er. Það að ætla að varpa ábyrgðinni á einn mann og taka síðan ekki ábyrgð á honum er fáránlegt, ekki síst í ljósi þess að hann er starfsmaður ríkisstjórnarinnar, en ekki ríki í ríkinu. Hafi hann komist upp með að valda öllum þeim skaða sem orðinn er hefur ríkisstjórnin brugðist og Samfó þar með. Davíð Oddson er einn af 3 bankastjórum SÍ  sem síðan starfar í umboði ríkisstjórnar, er það ekki eða er ég eitthvað að misskilja þetta. Er þetta kanski öfugt? DO er alráður yfir SÍ og styrir Stjórn bankans og ríkisstjórn? Ef svo er, hvað erum við þá að gera með ríkisstjórn?  Ég er að vísu ekki sérfróður um stjórnarskipulag SÍ en hef alltaf staðið í þeirri meiningu að hann sé verkfæri  ríkisstjórna til að stýra fjármálakerfi þjóðarinnar en ekki öfugt. Þýðir; ríkistjórnin samþykkir lántöku og skilmála hjá IMF (ekki SÍ og DO) þar með talin ISG sem ráðherra, SÍ framkvæmir skilmálana, þar með talið, hækkun stýrivaxta. Sú ákvörðun varð ekki bara til í höfði DO er það? Var það DO sem tók lánið og skipaði ríkisstjórninni að skrifa upp á víxilinn og skilmálana. Hættum þessum fáránlegu nornaveiðum, Styðjum við bakið á þeim sem eru að reyna að  koma skútunni út úr gjörningaveðrinu og skoðum síðan þegar komið er í höfn hvort ástæða sé til að skipta um áhöfn, eða afhenda skipið nýjum eigendum. Gleymum þó ekki að Samfylkingin var í áhöfninni og meira að segja í brúnni ásamt Sjálfstæðisflokknum en virðist hafa hlaupið frá borði, yfirgefið skipið á hættustund. Er skynsamlegt að setja traust sitt á slíka í framtíðinni?


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er flott ádrepa hjá þér Viðar. Þú þarft bara að bæta uppsetningu textans !

Eftirfarandi frétt er líklega lygi og ég geng út frá því:

Ráðherrar Samfylkingarinnar lögðu fram bókun á ríkisstjórnarfundi þar sem þeir segja Davíð Oddsson, formann stjórnar Seðlabankans, alfarið starfa í umboði Sjálfstæðisflokksins.

Að persónu-gera vanda þjóðarinnar, eins og margir virðast gera, er álíka gáfulegt og galdrabrennur Geirfinns-málsins. Raunar höfum við sé svona hausaveiðar í fjölmörgum málum og er ekki til að hrópa húrra fyrir.

Hvernig væri að þjóðin beindi reiði sinni, að þeim sem bera alla ábyrgð á vandanum, sem er neytslu-óður almenningur. Við sáum síðast fyrir mánaðamót, bægslaganginn í vínbúðum landsins. Að undanförnu hefur ekki mátt opna svo leikfangaverslun, að ekki væri slegist í biðröðum til að ná í skranið. Ber yfirdráttar-aðallinn enga ábyrgð ? Hvað með troðfullar flugvélar, að sækja algjöran óþarfa til erlendra borga.

Ég segi: skammist ykkar fyrir lauslæti í fjármálum og fyrir að reyna svo að klína sökinni á einhverja einstaklinga. Að lokum vil ég gefa þá yfirlýsingu, að Ingibjörg Allah Gísladóttir starfar ekki í mínu umboði.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.11.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband