Krókaleiðahugsunarhátturinn enn og aftur

Hér er enn höggvið í sama knérun þ.e. að leysa vandann tímabundið án nokkurrar framsýni. Leggja veg yfir hálsa og heiðar og gera jarðgöng seinna! Gáfulegt eða hitt þó heldur.
Djarfhuga og framsýnir menn hafa þegar komið með stórhuga lausn á þessari deilu.
Nefnilega að fara þvert yfir Þorskafjörðinn og gera sjávarfallavirkjun í leiðinni. það kalla ég stórhug og framsýni sem mun borga framkvæmdina þegar til framtíðar er litið. Styttir leiðina umtalsvert og Teigskógur verður áfram öllum ósýnilegur því menn munu fljótt gleyma honum og enginn leggja lykkju á leið sýna til að sjá hvernig þessum hríslum vegnar í framtíðinni.
Spyrja má svo hvaða máli skiptir skógur?? (kjarr) sem enginn veit um né heldur hvar er? Það vissu örfáir um Kárahnúka og enn færri höfðu komið þangað eða ráðgert að fara þangað áður en allt varð vitlaust þegar átti að fara að virkja þar. Nú hafa allir mjög greiðan aðgang að svæðinu og mjög margir hafa farið þangað sem aldrei hefði annars orðið ef þeir hefðu alrei komið á kortið. Semsagt staður sem enginn vissi um né heldur hvar var og þaðan af síður að menn hefðu áhuga á svæðinu og þá meina ég svona almennt séð.
mbl.is Gengu af fundi með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband